„Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2025 12:17 Fyrirkomulag afsláttardaga hefur breyst síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Erlend netverslun jókst verulega í október og er hlutfall vara frá Kína nú um 40% samanborið við tæp 30% fyrir þremur árum síðan. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Samkvæmt nýjustu mælingum rannsóknaseturs verslunarinnar nam aukning erlendrar netverslunar 12,8% frá sama tíma og í fyrra og verslun jókst um 30% ef bornir eru saman september og október á þessu ári. Hlutfall vara frá Kína hefur aukist mikið síðustu ár og er nú um 40% samanborið við 30% fyrir þremur árum síðan og eru netverslanirnar Shein og Temu risar á markaðnum. Aðferðafræðin svipuð og hjá veðmálafyrirtækjum Einar Þór Garðarsson sérfræðingur í netverslun segir aðferðafræði stórra netverslana í markaðssetningu vafasama. „Það sem þessi fyrirtæki hafa kannski lært og eru með ansi marga viðskiptavini á sinni skrá, að þeir eru búnir að móta með sér aðferðafræði sem er erfitt að eiga við fyrir neytendur.“ „Þegar ég nefni spilafíkn í því samhengi þá er ég kannski að vísa í aðferðafræðina við það að fá þig til að versla og versla svo aftur þannig að þeir eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu,“ sagði Einar Þór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Veit ekki hversu sjálfbært þetta er til lengri tíma“ Fyrirkomulag afsláttardaga hefur breyst síðustu misserin og afsláttartímabilin lengst. „Við erum svona óvart búin að lengja í öllum þessum dögum og í dag eru þetta orðnir sirka tuttugu og fimm dagar í útsölu rétt fyrir jól.“ Sum íslensk fyrirtæki hafi þá farið þá leið að velja sér afsláttardaga að taka þátt í. „Fyrir íslensku fyrirtækin þá segir það sig sjálft að vera í útsölu í heilan mánuð fyrir jól hefur áhrif á rekstur og á sama tíma þurfa þessi fyrirtæki að manna enn betur og hugsanlega að eyða meiru í markaðssetningu. Ég veit ekki hversu sjálfbært þetta er til lengri tíma því strax í janúar er komin útsala aftur,“ sagði Einar Þór að endingu. Verslun Neytendur Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Sjá meira
Samkvæmt nýjustu mælingum rannsóknaseturs verslunarinnar nam aukning erlendrar netverslunar 12,8% frá sama tíma og í fyrra og verslun jókst um 30% ef bornir eru saman september og október á þessu ári. Hlutfall vara frá Kína hefur aukist mikið síðustu ár og er nú um 40% samanborið við 30% fyrir þremur árum síðan og eru netverslanirnar Shein og Temu risar á markaðnum. Aðferðafræðin svipuð og hjá veðmálafyrirtækjum Einar Þór Garðarsson sérfræðingur í netverslun segir aðferðafræði stórra netverslana í markaðssetningu vafasama. „Það sem þessi fyrirtæki hafa kannski lært og eru með ansi marga viðskiptavini á sinni skrá, að þeir eru búnir að móta með sér aðferðafræði sem er erfitt að eiga við fyrir neytendur.“ „Þegar ég nefni spilafíkn í því samhengi þá er ég kannski að vísa í aðferðafræðina við það að fá þig til að versla og versla svo aftur þannig að þeir eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu,“ sagði Einar Þór í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Veit ekki hversu sjálfbært þetta er til lengri tíma“ Fyrirkomulag afsláttardaga hefur breyst síðustu misserin og afsláttartímabilin lengst. „Við erum svona óvart búin að lengja í öllum þessum dögum og í dag eru þetta orðnir sirka tuttugu og fimm dagar í útsölu rétt fyrir jól.“ Sum íslensk fyrirtæki hafi þá farið þá leið að velja sér afsláttardaga að taka þátt í. „Fyrir íslensku fyrirtækin þá segir það sig sjálft að vera í útsölu í heilan mánuð fyrir jól hefur áhrif á rekstur og á sama tíma þurfa þessi fyrirtæki að manna enn betur og hugsanlega að eyða meiru í markaðssetningu. Ég veit ekki hversu sjálfbært þetta er til lengri tíma því strax í janúar er komin útsala aftur,“ sagði Einar Þór að endingu.
Verslun Neytendur Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Sjá meira