Má ég segja nei? Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun