Má ég segja nei? Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun