Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:01 Fyrsti dagur desembermánaðar er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur er hann einnig tileinkaður einu mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Lífsnauðsynleg læti og staða mála Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum en skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera virkt á hverju heimili, í öllum rýmum. Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96% heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4% heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara og þrátt fyrir að sú tala virðist við fyrstu sýn fremur lág þá eru rúmlega 15.700 heimili á bak við þá tölu sem er áhyggjuefni. Algengt er að reykskynjarar séu uppsettir í eldri timburhúsum en 98,9% þeirra hafa reykskynjara, 91,2% eru með slökkvitæki og 80,8% eru með eldvarnarteppi. Um 20% heimila eru ekki með slökkvitæki á heimilinu og einungis 66% eru með eldvarnarteppi á heimilinu, 31% eru ekki með eldvarnarteppi og 3% vita ekki hvort það sé eldvarnarteppi á heimilinu. Brunavarnir í leiguhúsnæði eru lakari en brunavarnir fólks sem býr í eigin húsnæði og er hér sannarlega rými til úrbóta. Tékkum á látunum Nauðsynlegt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi ekki örugglega frá sér skerandi hljóð. Óvirkur reykskynjari bjargar engum og því þarf að ganga úr skugga um að reykskynjarar séu virkir og skipta þá um rafhlöðu eða reykskynjara ef þörf krefur. Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Tækninni fleygir fram Úrval reykskynjara hefur aukist með árunum og nú er hægt að hafa samtengda og nettengda reykskynjara sem fylgjast má með í snjallsímanum. Það getur til dæmis komið sér vel að hafa nettengda reykskynjara í sumarbústöðum. Ef bílskúr er sambyggður heimili er gott að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Mikilvægt er að huga einnig að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Allur búnaður þarf að vera í góðu standi og á réttum stað í húsinu. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og hvar fólk ætlar að safnast saman fyrir utan ef flýja þarf húsnæðið. Víst er að peningunum er vel varið í brunavarnir heimilisins en einnig má benda á að flest tryggingafélög gefa reglulega viðskiptavinum sínum reykskynjara og rafhlöður í reykskynjara. Einnig njóta viðskiptavinir oft og tíðum afsláttarkjara af vörum tengdum brunavörnum og öryggi. Hugarró um hátíðarnar Jólahátíðin snýst ekki hvað síst um að skapa notalega stemningu og eiga góðar samverustundir. Kerti og ljósaseríur eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. Led-kerti hafa notið æ meiri vinsælda þar sem þau auka öryggi til muna en stundum gleymist að slökkva á logandi kertum og þá er voðinn vís. Allur er varinn góður Ef hefðbundin vaxkerti eru notuð þarf að gæta þess að slökkva tímanlega á þeim og láta skraut og eldfim efni ekki liggja upp að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Einnig þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Aldrei ætti að skilja börn eða dýr eftir ein með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi, til dæmis steyptri stétt og ekki ætti að setja útikerti á yfirborð sem brennur auðveldlega eins og trépall. Eldamennska og bakstur fylgja jólunum. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum, svo sem pizzukassa sem brenna auðveldlega. Þegar kemur að því að skreyta með jólaljósum og seríum er metnaðurinn oft mikill og þá vill brenna við að hlaðið sé duglega í fjöltengin. Það skapar áhættu og ekki ætti að ofhlaða fjöltengi né tengja fjöltengi í annað fjöltengi þar sem það skapar álag og getur valdið skammhlaupi sem eldur getur kviknað út frá. Einnig þarf að gæta þess að nota ekki mjög gömul fjöltengi, þau hafa sinn líftíma og nýrri fjöltengi eru öruggari. Sama gildir um ljósaseríur, ekki ætti að nota gamlar eða skemmdar seríur. Hafa þarf í huga að fylgjast með raftækjum í hleðslu inni á heimilum en kviknað getur í út frá rafhlöðu. Að lokum er vert að minna á að muna eftir að vökva lifandi jólatré og halda þeim rökum. Þurr tré fuðra upp á augabragði ef neisti kviknar. Gott er að hella fyrst heitu vatni á stofninn þar sem tréð sýgur þá betur vatn upp í stofninn. Tilvalið er að nýta 1. desember, dag reykskynjarans, til að huga að eldvörnum heimilisins og prófa alla reykskynjara. Það getur ráðið úrslitum síðar meir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti dagur desembermánaðar er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur er hann einnig tileinkaður einu mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Lífsnauðsynleg læti og staða mála Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum en skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera virkt á hverju heimili, í öllum rýmum. Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96% heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4% heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara og þrátt fyrir að sú tala virðist við fyrstu sýn fremur lág þá eru rúmlega 15.700 heimili á bak við þá tölu sem er áhyggjuefni. Algengt er að reykskynjarar séu uppsettir í eldri timburhúsum en 98,9% þeirra hafa reykskynjara, 91,2% eru með slökkvitæki og 80,8% eru með eldvarnarteppi. Um 20% heimila eru ekki með slökkvitæki á heimilinu og einungis 66% eru með eldvarnarteppi á heimilinu, 31% eru ekki með eldvarnarteppi og 3% vita ekki hvort það sé eldvarnarteppi á heimilinu. Brunavarnir í leiguhúsnæði eru lakari en brunavarnir fólks sem býr í eigin húsnæði og er hér sannarlega rými til úrbóta. Tékkum á látunum Nauðsynlegt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi ekki örugglega frá sér skerandi hljóð. Óvirkur reykskynjari bjargar engum og því þarf að ganga úr skugga um að reykskynjarar séu virkir og skipta þá um rafhlöðu eða reykskynjara ef þörf krefur. Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Tækninni fleygir fram Úrval reykskynjara hefur aukist með árunum og nú er hægt að hafa samtengda og nettengda reykskynjara sem fylgjast má með í snjallsímanum. Það getur til dæmis komið sér vel að hafa nettengda reykskynjara í sumarbústöðum. Ef bílskúr er sambyggður heimili er gott að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Mikilvægt er að huga einnig að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Allur búnaður þarf að vera í góðu standi og á réttum stað í húsinu. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og hvar fólk ætlar að safnast saman fyrir utan ef flýja þarf húsnæðið. Víst er að peningunum er vel varið í brunavarnir heimilisins en einnig má benda á að flest tryggingafélög gefa reglulega viðskiptavinum sínum reykskynjara og rafhlöður í reykskynjara. Einnig njóta viðskiptavinir oft og tíðum afsláttarkjara af vörum tengdum brunavörnum og öryggi. Hugarró um hátíðarnar Jólahátíðin snýst ekki hvað síst um að skapa notalega stemningu og eiga góðar samverustundir. Kerti og ljósaseríur eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. Led-kerti hafa notið æ meiri vinsælda þar sem þau auka öryggi til muna en stundum gleymist að slökkva á logandi kertum og þá er voðinn vís. Allur er varinn góður Ef hefðbundin vaxkerti eru notuð þarf að gæta þess að slökkva tímanlega á þeim og láta skraut og eldfim efni ekki liggja upp að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Einnig þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Aldrei ætti að skilja börn eða dýr eftir ein með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi, til dæmis steyptri stétt og ekki ætti að setja útikerti á yfirborð sem brennur auðveldlega eins og trépall. Eldamennska og bakstur fylgja jólunum. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum, svo sem pizzukassa sem brenna auðveldlega. Þegar kemur að því að skreyta með jólaljósum og seríum er metnaðurinn oft mikill og þá vill brenna við að hlaðið sé duglega í fjöltengin. Það skapar áhættu og ekki ætti að ofhlaða fjöltengi né tengja fjöltengi í annað fjöltengi þar sem það skapar álag og getur valdið skammhlaupi sem eldur getur kviknað út frá. Einnig þarf að gæta þess að nota ekki mjög gömul fjöltengi, þau hafa sinn líftíma og nýrri fjöltengi eru öruggari. Sama gildir um ljósaseríur, ekki ætti að nota gamlar eða skemmdar seríur. Hafa þarf í huga að fylgjast með raftækjum í hleðslu inni á heimilum en kviknað getur í út frá rafhlöðu. Að lokum er vert að minna á að muna eftir að vökva lifandi jólatré og halda þeim rökum. Þurr tré fuðra upp á augabragði ef neisti kviknar. Gott er að hella fyrst heitu vatni á stofninn þar sem tréð sýgur þá betur vatn upp í stofninn. Tilvalið er að nýta 1. desember, dag reykskynjarans, til að huga að eldvörnum heimilisins og prófa alla reykskynjara. Það getur ráðið úrslitum síðar meir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun