Umfjöllun: Heimir tryggði Stjörnunni sigurinn 9. desember 2007 00:01 Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Stjarnan marði mikilvægan sigur á Akureyri, 30-29, í sveiflukenndum leik í Mýrinni. Stjarnan hélt þar með lífi í titilvonum sínum en liðið er sex stigum á eftir toppliði Hauka og á einn leik til góða. Akureyri er enn í bullandi fallbaráttu með sex stig líkt og Afturelding í sjötta og sjöunda sæti N1-deildarinnar. Það var einstaklega fámennt í Mýrinni í gær og vel undir 100 manns að fylgjast með leiknum þótt starfsmenn og varamenn liðanna séu taldir með. Það var eins og fámennið slægi heimamenn út af laginu og liðið teldi sig vera að spila æfingaleik, slíkt var andleysið. Gestirnir frá Akureyri voru aftur á móti tilbúnir í verkefnið og skoruðu sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Akureyri gerði enn betur og náði sjö marka forystu þegar 13 mínútur voru til leikhlés, 4-11. Þá hrökk Stjarnan í gang og skoraði tíu mörk gegn þrem fram að leikhlé og jafnaði metin í 14-14. Sóknarleikur Akureyrar hrundi þegar Jónatan Þór Magnússon var tekinn úr umferð og virtist liðið ekki hafa fundið lausnir við varnarleik Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan náði fljótt þriggja marka forystu, 19-16. Akureyri skoraði þrjú næstu mörk leiksins og Stjarnan svaraði með því að komast í 23-20. Þá hrundi leikur heimamanna á ný og Akureyri komst í 26-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð en Akureyri náði að jafna metin þegar 40 sekúndur lifðu leiks og virtist liðið hafa nælt sér í stig. Það var ekki því Akureyringurinn Heimir Örn Árnason sem fór fyrir liði Stjörnunnar í leiknum tryggði sínum mönnum sigur með marki úr erfiðri stöðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og Akureyri hafði ekki tíma til að koma boltanum í leik á ný. Heimir Örn, hetja Stjörnunnar, sagði að tapið gegn Fram í Eimskipsbikarnum á mánudaginn hefði setið í mönnum. „Ég veit ekki hvað þetta var hjá okkur. Þetta var hörmung. Það er eðlilegt að bikarleikurinn sitji aðeins í mönnum en ekki svona mikið. Við tókum seinni bylgju og hraðaupphlaup þegar við komumst inn í leikinn á ný en það hefur vantað í síðustu leikjum. Það er erfitt að eiga við þetta lið Akureyrar. Þá vantar mann til að klára þessa jöfnu leiki, þeir eru inni í öllum leikjum."- gmi Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Stjarnan marði mikilvægan sigur á Akureyri, 30-29, í sveiflukenndum leik í Mýrinni. Stjarnan hélt þar með lífi í titilvonum sínum en liðið er sex stigum á eftir toppliði Hauka og á einn leik til góða. Akureyri er enn í bullandi fallbaráttu með sex stig líkt og Afturelding í sjötta og sjöunda sæti N1-deildarinnar. Það var einstaklega fámennt í Mýrinni í gær og vel undir 100 manns að fylgjast með leiknum þótt starfsmenn og varamenn liðanna séu taldir með. Það var eins og fámennið slægi heimamenn út af laginu og liðið teldi sig vera að spila æfingaleik, slíkt var andleysið. Gestirnir frá Akureyri voru aftur á móti tilbúnir í verkefnið og skoruðu sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Akureyri gerði enn betur og náði sjö marka forystu þegar 13 mínútur voru til leikhlés, 4-11. Þá hrökk Stjarnan í gang og skoraði tíu mörk gegn þrem fram að leikhlé og jafnaði metin í 14-14. Sóknarleikur Akureyrar hrundi þegar Jónatan Þór Magnússon var tekinn úr umferð og virtist liðið ekki hafa fundið lausnir við varnarleik Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan náði fljótt þriggja marka forystu, 19-16. Akureyri skoraði þrjú næstu mörk leiksins og Stjarnan svaraði með því að komast í 23-20. Þá hrundi leikur heimamanna á ný og Akureyri komst í 26-28 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð en Akureyri náði að jafna metin þegar 40 sekúndur lifðu leiks og virtist liðið hafa nælt sér í stig. Það var ekki því Akureyringurinn Heimir Örn Árnason sem fór fyrir liði Stjörnunnar í leiknum tryggði sínum mönnum sigur með marki úr erfiðri stöðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og Akureyri hafði ekki tíma til að koma boltanum í leik á ný. Heimir Örn, hetja Stjörnunnar, sagði að tapið gegn Fram í Eimskipsbikarnum á mánudaginn hefði setið í mönnum. „Ég veit ekki hvað þetta var hjá okkur. Þetta var hörmung. Það er eðlilegt að bikarleikurinn sitji aðeins í mönnum en ekki svona mikið. Við tókum seinni bylgju og hraðaupphlaup þegar við komumst inn í leikinn á ný en það hefur vantað í síðustu leikjum. Það er erfitt að eiga við þetta lið Akureyrar. Þá vantar mann til að klára þessa jöfnu leiki, þeir eru inni í öllum leikjum."- gmi
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn