Innlent

Eldur í nýbyggingu

Eldur kviknaði í byggingarefni við nýbyggingu í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en talsverður eldsmatur er á svæðinu, þar sem fleiri hús eru í byggingu. Slökkvistarf gekk vel og hlaust ekki mikið tjón af.

Lögreglan handtók þrjá unglingspilta á vettvangi sem játuðu að hafa verið að fikta þar með skotelda og misst vald á þeim. Víða hefur lögregla þurft að hafa afskipti af unglingum vegna meðferðar þeirra á skoteldum og oftar en ekki hafa þeir verið að opna þá til að blanda púðri úr mörgum í einn skammt, til að ná fram öflugri sprengingu, en það er stórhættulegt, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×