Fær ekki upplýsingar um símanúmer úr sendi í Eyjum 2. janúar 2007 11:43 Frá Vestmannaeyjum. Mynd/Vísir Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn.Það var Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sem fór fram á upplýsingarnar þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í verksmiðjunni. Vildi sýslumaður bera símanúmeralistana saman við önnur gögn lögreglunnar til að reyna að komast til botns í málinu og varð Héraðsdómur Suðurlands við kröfu hans.Símafyrirtækin skutu hins vegar úrskurðinum til Hæstaréttar og sögðu að ekki væri fyrir hendi rökstuddur grunur um að tiltekinn sími eða fjarskiptatæki hefði verið notað í tengslum við refsivert brot. Þá væri krafan of víðtæk með tilliti til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs.Í dómi Hæstaréttar er tekið undir sjónarmið símafyrirtækjanna. Því hafi ekki verið haldið fram að notendur tiltekinna símtækja hjá fyrirtækjunum tengist þeim bruna sem til rannsóknar er. Krafan beinist þvert á móti að upplýsingum úr öllum símum sem notað hafi GSM-sendinn á tíu klukkustunda tímabili. Með þessu sé gengið lengra en heimilt sé, meðal annars vegna friðhelgis einkalífsins og því er kröfu sýslumanns hafnað. Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að símafyrirtækjunum Og fjarskiptum og Símanum verði gert skylt að upplýsa um öll símanúmer sem notuðu ákveðinn GSM-sendi í Vestmannaeyjum á tíu klukkustunda tímabili vegna rannsóknar á bruna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja þann 16. desember síðastliðinn.Það var Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sem fór fram á upplýsingarnar þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í verksmiðjunni. Vildi sýslumaður bera símanúmeralistana saman við önnur gögn lögreglunnar til að reyna að komast til botns í málinu og varð Héraðsdómur Suðurlands við kröfu hans.Símafyrirtækin skutu hins vegar úrskurðinum til Hæstaréttar og sögðu að ekki væri fyrir hendi rökstuddur grunur um að tiltekinn sími eða fjarskiptatæki hefði verið notað í tengslum við refsivert brot. Þá væri krafan of víðtæk með tilliti til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs.Í dómi Hæstaréttar er tekið undir sjónarmið símafyrirtækjanna. Því hafi ekki verið haldið fram að notendur tiltekinna símtækja hjá fyrirtækjunum tengist þeim bruna sem til rannsóknar er. Krafan beinist þvert á móti að upplýsingum úr öllum símum sem notað hafi GSM-sendinn á tíu klukkustunda tímabili. Með þessu sé gengið lengra en heimilt sé, meðal annars vegna friðhelgis einkalífsins og því er kröfu sýslumanns hafnað.
Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira