Innlent

Flugskólar lamaðir

Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum.

Starfsemi Flugskóla Íslands, sem er stærsti skóli sinnar tegundar hér á landi, hefur nánast legið niðri í dag vegna deilu Flugumferðarstjóra og Flugstoða, en um eitt hundrað nemendur stunda þar nám. Sömu sögu er að segja um einkaflug.

Eyjólfur Gunnbjörnsson, yfirkennari Flugskóla Íslands, er ekki sammála forsvarsmönnum Flugstoða um að flug hafi lítið sem ekkert raskast vegna þessa en starfsemi skólans liggur nánast niðri.

Starfsmenn flugskólans eru á þriðja tug en það var aðeins einn í vinnu í dag.

Talsmaður Flugstoða segir þetta ástand ekki verða viðvarandi þó Flugumferðarstjórar ákveði að starfa ekki hjá félaginu. Það að aðeins blindflug sé leyft á Reykjavíkurflugvelli verði endurskoðað strax á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×