Innlent

Afbrotamaður fenginn að láni

MYND/Róbert Reynisson

Lögreglan á Selfossi fékk í fyrrakvöld lánaðan mann, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í haldi vegna afbrota í borginni, til þess að mæta fyrir rétti fyrir afbrot á Selfossi. Honum var sleppt eftir réttarhaldið.

En Hann var ekki fyrr laus en hann gekk yfir götuna og stal veski í verslun og tók að eyða úr því ótæpilega þartil hann var handtekinn á ný og yfirheyrður. Að því loknu hætti Selfosslögreglan ekki á neitt, heldur skilaði manninum aftur til Reykjavíkur og er hann nú sterklega grunaður um að hafa stolið veski veski af erlendum ferðamanni í hótelmóttöku í Reykjavík í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×