Viðskipti innlent

Vöruskipti óhagstæð um 13,5 milljarða í nóvember

Hagstofan.
Hagstofan.

Vöruskipti voru óhagstæð í nóvember um 13,5 milljarða krónur í nóvember í fyrra. Þetta er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma árið 2005, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands.

Í mánuðinum voru vörur fluttir út fyrir19,8 milljarða krónur og inn fyrir 33,2 milljarða króna.

Á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs nam heildarverðmæti útfluttra vara 213 milljörðum króna en innfluttra vara 335,6 milljarða króna. Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 122,6 milljörðum króna á tímabilinu sem er 27,9 milljörðum krónum meira en árið áður.

Verðmæti sjávarafurða var 54,3 prósent alls útflutnings og iðnaðarvara 38,9 prósent en verðmæti þeirra var 20,4 prósentum meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkunar álverðs.

Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu 11 mánuði síðasta árs nam 40,1 milljarði sem er 13,6 prósentum meira á föstu gengi en árið áður. Rúmur helmingur aukningarinnar liggur í innflutningi á fjárfestingarvöru sem jókst um 32,5 prósent. Innflutningur á hrá- og rekstrarvöru jókst um 25,9 prósent, eða um 18,3 milljarða en verðhækkun á eldneyti og smurolíu leiddi til 11,2 prósent aukningar eða um 3,3 milljarða. Innflutningur neysluvöru, annarrar en mat- og drykkjarvöru, jókst um 6,7 prósent eða 3,2 milljarða en 4,8 prósenta aukning varð í innflutningi á mat- og drykkjarvöru, samkvæmt Hagstofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×