Viðskipti innlent

Gengi Kaupþings hækkar eftir nýtt verðmat

Bandaríski bankinn Citigroup gaf í dag út nýtt verðmat á Kaupþingi. CitiGroup metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Gengi Kaupþings stóð 859 krónum á hlut við upphaf viðskipta í morgun. Það hækkaði um tæp 4 prósent í kjölfar verðmatsins og stóð gengið í 887 krónum á hlut rétt fyrir klukkan hálf 11.

Töluverð viðskipti voru með bréf Kaupþings í morgun en gengi hans hefur lækkað lítillega.

Kaupþing er annað íslenska fyrirtækið sem fær verðmat hjá erlendum banka en hitt félagið er Actavis, sem fékk verðmat á síðasta ári.

Vefur Citigroup






Fleiri fréttir

Sjá meira


×