Fótbolti

Framtíð Figo í uppnámi

Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið.

Knattspyrnufélagið Al- lttihad hefur þegar gefið það út að Inter hafi samþykkt tilboð í Figo eftir að það hækkaði upprunalegt 4,5 milljón evru tilboð sitt - og segir leikmanninn skrifa undir samning þann 15. janúar nk.

"Ég ætla ekkert að gefa Figo frá félaginu. Við þurfum á honum að halda og eins og staðan er núna er hann leikmaður Inter og verður það þar til samningur hans rennur út í lok þessa árs," sagði Mancini þegar hann var spurður út í fréttaflutning frá Saudi Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×