Viðskipti innlent

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Netsamband til Íslands fæst í gegnum Cantat-3 og Farice sæstrengina.
Netsamband til Íslands fæst í gegnum Cantat-3 og Farice sæstrengina.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar og að hagkvæmara væri fyrir Íslendinga að standa nú þegar að uppbyggingu á nýjum streng, frekar en fresta lagningu hans.

Skýrslan var unnin af ParX Viðskiptaráðgjöf IBM. Á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar segir, að skýrsluhöfundum hafi verið falið að leggja mat á þjóðhagsleg áhrif þess að rof verði á fjarskiptasamböndum Íslands við umheiminn og hagkvæmni tímasetningar lagningar nýs strengs, FARICE-2.

Í dag tengjast fjarskipti Íslands við umheiminn tveimur sæstrengjum, CANTAT-3 og FARICE-1. CANTAT-3 er byggður upp á gamalli tækni og er dýr í rekstri, að sögn Póst- og fjarskiptastofnunar.

Skýrsla um nýjan sæstreng





Fleiri fréttir

Sjá meira


×