Innlent

Evrópu-reglugerð ógnar Cheerios

Hugsanlegt er að vinsæla morgunkornið, Cheerios, verði bannað hér á landi ef reglugerð Evrópusambandsins, um takmarkanir á vítamínbættri matvöru, verður tekin inn í Evrópska efnahagssamninginn. Reglugerðin kom út rétt fyrir áramót og gæti haft áhrif á tugi vörutegunda hér á landi, meðal annars Cheerios sem er vítamínbætt og þykir bæði hollt og gott.

meðal annars Cheerios sem er vítamínbætt og þykir bæði hollt og gott.

Ekkert morgunkorn er vinsælla á Íslandi en Cheerios og það þykir ómissandi við hinar ýmsu aðstæður.

Allt morgunkorn General Mills er vítamínbætt, en fyrirtækið hefur 46% markaðshlutdeild. Íslendingar kaupa 600 þúsund pakka af Cheerios á ári.

Elín Guðmundsdóttir forstöðumaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar segir þó ólíklegt að algjört bann verði lagt við vörum á borð við Cheerios. Hún telur að framleiðendum verði gefinn kostur á að aðlaga vörur sínar að þeim hámarksreglum sem sambandið mun setja árið 2009.

Hún fagnar því að fá samræmdar reglur því reglur um vítamínbætingu matvæla hafi verið út undan í matvælalöggjöfinni.

Ari Fenger hjá Nathan og Olsen sem flytur inn Cherioos segist neita að trúa því að cheerios verði bannað, verið sé að skoða reglugerðina og sækja um leyfi til áframhaldandi sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×