Olíuverðslækkanir ósennilegar 5. janúar 2007 19:17 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um tíu prósent í þessari viku og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Ólíklegt er að íslenskir neytendur njóti lækkunarinnar vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið undanfarna mánuði en í júlí á síðasta ári fór verðið upp í 78 dali fatið. Nú er annað uppi á tengingnum því síðdegis var verðið á Norðusjávarolíu komið niður fyrir 55 dali fatið en sama magn af bandarískri hráolíu kostaði örlítið meira. Verðið hefur lækkað um nærri því tíu prósent undanfarna viku og hefur ekki verið lægra síðan sumarið 2005. Mikil hlýindi í Bandaríkjunum og góð birgðastaða þar ráða hér mestu um enda eru Bandaríkjamenn mestu olíuneytendur veraldar. Stjórnendur íslensku olíufélaganna fylgjast grannt með þróuninni á mörkuðum erlendis en engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um verðbreytingar. Magnús Ásgeirsson, hjá Olíufélaginu, segir að miðað við hversu mikið krónan hafi lækkað gagnvart bandaríkjadal að undanförnu sé hins vegar ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni, gengisbreytingarnar hafi með öðrum orðum étið upp lækkanirnar á heimsmarkaði. Heimsmarkaðsverðið á olíu er svipað nú og fyrir hálfu öðru ári en þá kostaði lítrinn af bensíni og dísil hér á landi um það bil þremur krónum minna. Skýringin á þessu liggur að sögn olíufélaganna í gengisþróuninni en því er Félag íslenskra bifreiðaeigenda ekki sammála, að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra þess er markaðsverðsins veigamesti þátturinn í verðákvörðunum. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um tíu prósent í þessari viku og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Ólíklegt er að íslenskir neytendur njóti lækkunarinnar vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið undanfarna mánuði en í júlí á síðasta ári fór verðið upp í 78 dali fatið. Nú er annað uppi á tengingnum því síðdegis var verðið á Norðusjávarolíu komið niður fyrir 55 dali fatið en sama magn af bandarískri hráolíu kostaði örlítið meira. Verðið hefur lækkað um nærri því tíu prósent undanfarna viku og hefur ekki verið lægra síðan sumarið 2005. Mikil hlýindi í Bandaríkjunum og góð birgðastaða þar ráða hér mestu um enda eru Bandaríkjamenn mestu olíuneytendur veraldar. Stjórnendur íslensku olíufélaganna fylgjast grannt með þróuninni á mörkuðum erlendis en engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um verðbreytingar. Magnús Ásgeirsson, hjá Olíufélaginu, segir að miðað við hversu mikið krónan hafi lækkað gagnvart bandaríkjadal að undanförnu sé hins vegar ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni, gengisbreytingarnar hafi með öðrum orðum étið upp lækkanirnar á heimsmarkaði. Heimsmarkaðsverðið á olíu er svipað nú og fyrir hálfu öðru ári en þá kostaði lítrinn af bensíni og dísil hér á landi um það bil þremur krónum minna. Skýringin á þessu liggur að sögn olíufélaganna í gengisþróuninni en því er Félag íslenskra bifreiðaeigenda ekki sammála, að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra þess er markaðsverðsins veigamesti þátturinn í verðákvörðunum.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira