Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant 5. janúar 2007 20:30 Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira