Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant 5. janúar 2007 20:30 Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara. Stærstur hluti ríkisútgjalda fer í hefðbundinn ríkisrekstur svo sem laun, rekstur stofnana og þess háttar, en hluti þeirra rennur til hins svokallaða þriðja geira; einstaklinga, félagasamtaka og sjálfseignastofnana af ýmsu tagi. Meðferðarheimilið Byrgið að Efri-Brú myndi falla í þennan flokk. Það er á könnu Ríkisendurskoðunar, ásamt fjárlaganefnd Alþingis og eftir atvikum fagráðuneytum, að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún á að sjá til þess að peningarnir fari á rétta staði og séu notaðir í það sem til er ætlast. Á fjárlögum eru um fimm hundruð svokallaðir fjárlagaliðir, að jafnaði einn fyrir hverja stofnun, embætti eða málaflokk. Ríkisendurskoðun skoðar rúmlega 400 þeirra á ári sem þýðir að 60 til 70 minni liðir sitja á hakanum. Þeirrra á meðal eru flestir hinna svokölluðu safnliða en þar undir eru smáframlög af ýmsu tagi sem samtals nema einum og hálfum milljarði króna. Enginn stofnun í kerfinu, hvorki Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins, Fjársýsla ríkisins né ríkisendurskoðun, hefur hins vegar yfirlit yfir hverjir fá þessi framlög úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum og ekki er hægt að taka slíkt yfirlit saman á einfaldan hátt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi vill hins vegar bæta úr þessu og sendi í fyrradag öllum ráðuneytunum bréf þar sem hann fer fram á að fá upplýsingar um alla aðila utan kerfisins, eins og það er kallað, sem fá peninga á fjárlögum í gegnum ráðuneytin.Ríkisendurskoðun vill fá svör um það hvert peningar ríkisins fari í síðasta lagi fyrir 1. febrúar.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira