Innlent

Óljóst hver á að njóta hækkunarinnar

Niðurgreiðslur til dagforeldra jukust um ríflega 85 milljónir króna um áramótin. Bæði dagforeldrar og foreldrar virðast ráðvilltir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslunnar.

Framlag til dagforeldra hefur aldrei áður aukist jafn mikið í einu en aukningin er þjátíu prósent. Á vefnum barnaland.is má sjá að skoðanir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslu foreldrar, dagforeldrar eða báðir. Margir dagforeldrar virðast líta á aukið framlag sem launahækkun en foreldrum finnst mörgum hverjum sem að kostnaður við vistun hjá dagforeldrum eigi að lækka.

Oddný Sturludóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í borgarráði, undrast að borgaryfirvöld hafi ekki sett skilyrði með hækkuninni svo sem um verðþak á vistunina.Í þessu samhengi bendi Oddný að þegar Akureyrarbær samdi við dagforeldra á síðasta ári hafi verið samið um hámarksverð fyrir hvert barn. En verðið er mjög misjafn hér á höfuðborgarsvæðinu. Oddný segist hafa heyrt allt frá rúmum þrjátíu þúsundum króna fyrir barn fólks í sambúð upp í áttatíu þúsund krónur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×