Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa 6. janúar 2007 18:30 Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira