Viðskipti innlent

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi

Kaupþing.
Kaupþing. Mynd/Stefán

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Morgan Stanley setur reyndar þann fyrirvara við matið að markgengið geti hækkað um 8 prósent á árinu.

Gengi Kaupþing stendur nú í 892 krónum á hlut. 

Í matinu segir meðal annars að arðsemi hlutafjár Kaupþing geti numið 10 prósentum á þessu ári. Gengi Kaupþings er almennt gott og eigi bankinn auðvelt með að vaxa á erlendum mörkuðum, að sögn Morgan Stanleys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×