Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu 9. janúar 2007 15:15 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á heimili konunnar reynt að þröngva henni til samræðis við sig þar sem hann hann brá belti um háls hennar og herti að, dró konuna niður á gólf með því að toga í beltið, settist klofvega ofan á hana, tók hana úr buxum og nærbuxum, þrýsti öðru hnénu á upphandlegg hennar og hélt henni þannig fastri um stund. Við þetta hlaut konan mar á hálsi, blæðingar undir húð á hálsi og andliti og marblett á hægri olnboga. Konan hélt því fram fyrir dómi að fyrrverandi eiginmaður sinn hefði brugðist svona við þegar hún neitaði að hafa við hann samræði en maðurinn hélt því fram að hann hefði reiðst vegna ásakana konunnar um hirðuleysi hans gagnvart dóttur þeirra. Þá neitaði hann að hafa reynt að nauðga konunni. Bent er á í dómnum að í málinu liggi ekki fyrir upplýsingar um hvernig ákærði fór að því að færa sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum þegar hún lá á gólfinu meðan hann hélt lykkjunni fastri um háls hennar og sat ofan á henni. Þá hafi konan sagst ekki muna hvernig ákærði náði henni úr fötunum eða hvort hann hafi eyðilagt fötin við það. Verði því ekki fram hjá því litið að mati dómsins að framburður stúlkunnar njóti ekki stuðnings í öðrum gögnum málsins að þessu leyti. Taldi dómurinn því að fyrir hendi væri skynsamlegur vafi um hvort maðurinn hefði fært sjálfan sig og konuna úr buxum og nærbuxum og sýknaði hann af ákæru um tilraun til nauðgunar. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás sem dómurinn segir hafa verið lífshættulega, fólskulega og unna innan veggja heimilis fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður, sem átti sér einskis ills von frá hans hendi. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á að kynferðislegar hvatir hafi búið að baki árásinni verði engu síður að líta til þess að ofbeldi ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma og var til þess fallið að niðurlægja barnsmóður hans og svipta hana mannlegri reisn.Á hinn bóginn megi líta til þess að líkamlegir áverkar konunnar hafi verið smávægilegir og að ákærði hafi sýnt nokkur merki iðrunar í framhaldi af broti sínu enda þótt hann játaði það ekki fyrir lögreglu. Þá verði enn fremur að líta til þess að rúmlega tuttugu mánuðir séu liðnir frá því brotið var framið og að óútskýrðar tafir hefðu orðið á lögreglurannsókn málsins.Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi sannað að maðurinn hefði gert tilraun til að nauðga konunni. Því bæri að þyngja refsinguna og dæma hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira