Viðskipti innlent

Krónan veiktist um tæp 2 prósent

Hollenski bankinn ABN Amro gaf út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs í dag. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. 

Greiningardeildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að í kjölfar þess að Straumur-Burðaráss hafi ákveðið að færa eigið fé sitt yfir í evrur í lok síðasta árs hafi borið  á vangaveltum um að stóru bankarnir fylgi í kjölfarið. Þá hafi tölur um gjaldeyrisjöfnuð í desember sem Seðlabanki Íslands birti í gær ýtt frekari stoðum undir fyrrnefnda umræðu sem gæti skýrt titring á markaði.

Deildin bendir hins vegar á að flestar hinnar svokölluðu hávaxtamynta hafi veikst í dag, þar á meðal sé íslenska krónan. Þannig megi rekja veikingu síðustu daga almennt til söluþrýsting meðal hávaxtamynta og tengist því ekki evruumræðunni atburðum hér á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×