Innlent

ASÍ segir úrsögn ólöglega

MYND/Valgarður

Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom úrsögn Sjómannafélags Íslands úr Sjómannasambandi Íslands til umræðu. Þar kom fram að ef marka megi umfjöllun og viðtöl við forsvarsmenn félagsins í fjölmiðlum sé ætlan þeirra að segja félagið úr ASÍ án þess að fram fari sérstök atkvæðagreiðsla þar um.

Enn fremur var ákveðið á fundinum að vekja athygli félagsins á því, að ef rétt sé, þá samræmist sú málsmeðferð ekki lögum ASÍ og að boðuð atkvæðagreiðsla muni að óbreyttu ekki fela í sér úrsögn úr ASÍ. Félaginu var síðan sent erindi þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×