Viðskipti innlent

OR með bestu lánshæfiseinkunnina

Hús Orkuveitu Reykjavíkur
Hús Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's.

Í tilkynningu frá OR segir að sjö aðilar á Íslandi hafi gengist undir alþjóðlegt lánshæfismat, þar á meðal stærstu fjármálafyrirtækin. Af þeim fær OR bestu einkunnina ef frá eru skilin þau fyrirtæki sem njóta ríkisábyrgðar.

Í tilkynningunni er ennfremur haft eftir Guðmundir Þóroddssyni, forstjóra OR, að umhverfismál og og sterk ímynd OR í umhverfisvænni orku og umgengni við náttúruna séu farin að skipta máli. „Það er ákaflega mikilvægt og gagnlegt að hafa fengið þessa alþjóðlegu sérfræðinga til að fara í gegnum reksturinn hjá okkur og vitaskuld ánægjulegt að fá þetta góða mat á styrk fyrirtækisins, rekstri þess og áætlunum," segir hann og bætir við að OR hafi ráðist í að afla sér alþjóðlegrar lánshæfiseinkunnar því framundan séu miklar fjárfestingar hjá fyrirtækinu. Geri lánshæfismatið það mögulegt að hægt verði að leita hagstæðra kjara þegar lánsfjár verður aflað til fjárfestinganna, að hans sögn.

Fréttatilkynning Moody's um Orkuveitu Reykjavíkur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×