Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar 11. janúar 2007 18:45 Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira