Innlent

Síldin drap þorskinn

MYND/Svavar

Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist.

Fiskifræðingar á vegum hafrannsóknarstofnunnar og Háskóla Akureyrar munu fara á vettvang á morgun og rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×