Erlent

Aleinn heima

Halló...halló ?
Halló...halló ? MYND/AP

George Bush sagði einhverntíma að hann myndi halda fast við stefnu sína í Írak, þótt Laura kona hans og hundurinn Barney væru þau einu sem stæðu með honum. Það líður að því. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum telja aðeins 29 prósent þjóðarinnar að forsetinn sé á réttri leið.

Margir flokksbræður Bush í repúblikanaflokknum eru farnir að gagnrýna hann opinberlega og harðlega og það er vitað að hershöfðingjar hans eru honum ósammála í veigamiklum atriðum, enda hefur hann virt ráðleggingar þeirra að vettugi.

Julian Zelizer pólitískur sagnfræðingur við háskólann í Boston segir að Bush sé nú jafn einangraður og nokkur forseti geti orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×