Legígræðsla undirbúin 17. janúar 2007 19:15 Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira