24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum.
Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.
Þetta þýðir að "sportið okkar" hefur öðlast opinbera viðurkenningu og eiga nú þeir íþróttamenn og félög sem að sportinu koma rétt á ýmsum styrkjum frá Ríkinu og sveitarfélögunum jafnt á við aðrar íþróttagreinar.
Aðild að FIM gerir nú okkur kleift að Íslenskir keppendur geta keppt á alþjóðlegum vettfangi undir merkjum Íslands.
Stjórn MSÍ hefur boðað þáttöku landsliðs til þáttöku í Moto-Cross á MX of Nations sem haldið verður í Bandaríkjunum í september 2007 til alþjóðasambandsins FIM. Ásamt því að snocross keppendum með FIM aðild hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðamóti á Egilsstöðum í Apríl 2007.
Samhliða þessu hafa verið settar reglur um val á keppnisliðinu og liðsstjóra og munu 3 keppendur fara á Moto-Cross of Nations fyrir hönd Íslands / MSÍ í september 2007.
MSÍ mun tilnefna liðstjóra fyrir liðið á næstunni og mun starf hans hefjast þá þegar við skipulagningu verkefnisins.
Á komandi keppnistímabili mun MSÍ fara með alla yfirstjórn keppnishalds og einnig mun verða settur upp dómstóll MSÍ til að taka á kærumálum sem upp koma.
Það er von stjórnar MSÍ að þetta sé upphafið af skemmtilegum tíma og enn frekari uppbyggingu á því mikla starfi sem unnið hefur verið síðastliðin ár af aðildarfélögunum og fjölda frábærra einstaklinga.
Stjórn MSÍ
Reykjavík. 09.01.2007
www.msisport.is