Kallar tónleikana sýndarmennsku 21. janúar 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira