Erlent

Glaðnar yfir Norður-Kóreu

Aðalsamningamaður Rússa í málefnum Norður-Kóreu sagði í dag að sex landa viðræður um kjarnorkuáætlun landsins gætu hafist í næsta mánuði. Alexander Losyukov sagði að undirbúningsfundir sem haldnir hafi verið í Berlín hafi aukið bjartsýni manna.

Á þeim fundum voru fulltrúar frá bæði Norður-Kóreu og Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn féllust þar á að jafnframt því að ræða um kjarnorkumál yrði rætt um tvíhliða samskipti landanna. Þar er átt við efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Norður-Kóreu.

Losyukov sagði að norðanmenn hefðu verið ánægðir með þá niðurstöðu og bjartsýnni en áður um að hægt verði að ná einhverri lendingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×