Erlent

Farsímasektir hækkaðar

Sektir við að tala í handhelda farsíma verða tvöfaldaðar í Bretlandi í næsta mánuði. Þeir sem eru gripnir verða að reiða fram rúmlega átta þúsund krónur. Jafnframt fá þeir þrjá punkta í ökuskírteini sitt. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 2002 eru bablandi ökumenn jafnvel hættulegri en þeir sem hafa skriðið yfir leyfilegt áfengismagn í blóði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×