Erlent

Þið eruð reknir -allir 400 þúsund

Moammar Gaddafi, leiðtogi Libyu.
Moammar Gaddafi, leiðtogi Libyu. MYND/AP
Ríkisstjórn Libyu ætlar að reka rúmlega þriðjung opinbera starfsmanna sinna úr embætti. Það eru um 400 þúsund manns. Tilgangurinn er sá að draga úr opinberum útgjöldum og örva einkaframtakið í landinu.

Ekki verða menn þó settir á Guð og gaddinn, því hinum brottreknu verða tryggð laun í þrjú ár, eða lán til þess að stofna fyrirtæki. Það eina sem Libýumenn flytja út í dag, er olía.

Moammar Gaddafi, leiðtogi landsins notar hvert tækifæri sem honum gefst til þess að gagnrýna ríkisstjórn sína fyrir að stóla í blindni á olíuna. Hann vill byggja upp útflutningsiðnað í landinu og fjölga stoðunum undir efnahag Libyu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×