Phoenix setti félagsmet 27. janúar 2007 12:15 Steve Nash og Raja Bell, tveir bestu leikmenn Phoenix í nótt, ræðast hér við. MYND/Getty Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira