Tónlist

The Eagles gefa út nýja hljómplötu

Hljómsveitin á gullaldarárunum 1971-1976.
Hljómsveitin á gullaldarárunum 1971-1976.
Hljómsveitin Eagles sem þekktust er fyrir lag sitt "Hotel California" vinnur nú að útgáfu nýrrar hljómplötu, en það er fyrsta plata sveitarinnar með nýjum lögum í tæp þrjátíu ár. Tímaritið Las Vegas Review hafði þetta eftir Don Henley, einum stofnanda hljómsveitarinnar á tónleikum nýverið.

Frá árinu 1980 hafa nokkrar plötur verið gefnar út af upptökum frá tónleikum hljómsveitarinnar.

The Eagles var stofnuð árið 1971 og gaf út fimm hljómplötur. Þekktast af þeim er lagið "Hotel California" sem gefið var út árið 1976.

Eftir að hljómsveitin fór að koma aftur saman árið 1994 hefur hún gefið út eitt og eitt lag í tengslum við tónleikahald.

Hljómplata sveitarinnar, The Eagles´Greatest Hits 1971-1975 er metsölualbúm allra tíma, og hljómsveitin í fimmta sæti söluhæstu hljómsveita Hljóðritunarsamtakanna í Ameríku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×