Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó 31. janúar 2007 15:57 Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu. Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu.
Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira