Erlent

Bara ríkið

Þúsundir stúdenta og kennara fóru í mótmælagöngu í Aþenu í dag, til þess að mótmæla endurbótum stjórnvalda á menntakerfinu, sem meðal annars felur í sér að einkareknir háskólar verða leyfðir.

Um 4000 mótmælendur lokuðu miðborg Aþenu í rúmar tvær klukkustundir. Mótmælagöngur vegna þessa hafa verið vikulegur viðburður undanfarna mánuði, og mótmælendur segjast munu halda áfram þartil fullur sigur sér unninn, og allt nám verði á vegum ríkisins, og ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×