Kawasaki ökumaðurinn Kyle Chisholm undirgekkst aðgerð á hægri ökkla eftir slæma byltu á æfingum fyrir supercrossið í Phoenix. Kyle er nú með stál plötu og átta skrúfur í ökklanum og má hann ekki stíga í fótinn næstu 8 vikurnar.
" Ég er auðvitað mjög svekktur yfir þessu fyrir lið mitt,en ég ætla núna að reyna halda mér í formi og vera tilbúin fyrir utanhúss tímabilið þegar það byrjar" segir Kyle Chisholm
Kyle bætir við " Það er samnt ennþá möguleiki að ég verði tilbúin fyrir supercrossið í Seattle,en tíminn verður að leiða það í ljós".