Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum 2. febrúar 2007 06:01 Amare Stoudemire var frábær í liði Phoenix í nótt AFP Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum