15 töp í röð hjá Boston 7. febrúar 2007 13:33 NordicPhotos/GettyImages Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira