Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. 11. febrúar 2007 18:30 Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. Íranar fögnuðu því í dag að 28 ár eru liðin frá klerkabyltingunni í landinu og af því tilefni ávarpaði forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, útifund í Teheran. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir ræðu hans enda var búist við að forsetinn myndi lýsa því yfir að 3.000 nýjar skilvindur yrðu settar upp í kjarnorkuverinu í Natanz sem myndu margfalda getu ríkisins til að auðga úran. Þótt ekkert slíkt hafi komið fram í máli máli Ahmadinejads kom glöggt fram í máli hans að stjórnin ætlaði ekki að leggja áform sín um kjarnorkuvinnslu á hilluna. Hann sagði Írana myndu halda slíkri vinnslu áfram, í samræmi við alþjóðalög. Forsetinn gagnrýndi ennfremur ríkisstjórnir Vesturlanda sem réttu fram sáttahönd en krefðust þess um leið að Íranar gengju að öllum þeirra kröfum. Á meðan þessu stóð var kjarnorkuáætlunin skeggrædd á ráðstefnu 250 áhrifamanna á sviði öryggismála í München í Þýskalandi. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins fundaði með Ali Larjani, aðalsamningamanni Írana, og þótt andrúmsloftið hafi verið jákvætt á fundinum fékkst engin niðurstaða. Tíu dagar eru þangað til sá frestur sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf Írönum til að hætta úranvinnslu rennur út. Að óbreyttu stefnir allt í að refsiaðgerðir ráðsins gegn Írönum verði hertar. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. Íranar fögnuðu því í dag að 28 ár eru liðin frá klerkabyltingunni í landinu og af því tilefni ávarpaði forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, útifund í Teheran. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir ræðu hans enda var búist við að forsetinn myndi lýsa því yfir að 3.000 nýjar skilvindur yrðu settar upp í kjarnorkuverinu í Natanz sem myndu margfalda getu ríkisins til að auðga úran. Þótt ekkert slíkt hafi komið fram í máli máli Ahmadinejads kom glöggt fram í máli hans að stjórnin ætlaði ekki að leggja áform sín um kjarnorkuvinnslu á hilluna. Hann sagði Írana myndu halda slíkri vinnslu áfram, í samræmi við alþjóðalög. Forsetinn gagnrýndi ennfremur ríkisstjórnir Vesturlanda sem réttu fram sáttahönd en krefðust þess um leið að Íranar gengju að öllum þeirra kröfum. Á meðan þessu stóð var kjarnorkuáætlunin skeggrædd á ráðstefnu 250 áhrifamanna á sviði öryggismála í München í Þýskalandi. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins fundaði með Ali Larjani, aðalsamningamanni Írana, og þótt andrúmsloftið hafi verið jákvætt á fundinum fékkst engin niðurstaða. Tíu dagar eru þangað til sá frestur sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf Írönum til að hætta úranvinnslu rennur út. Að óbreyttu stefnir allt í að refsiaðgerðir ráðsins gegn Írönum verði hertar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“