Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum 12. febrúar 2007 19:15 Stuðningsmenn Inter láta lokaða leikvanga ekki hafa áhrif á sig og mótmæltu í gær fyrir utan heimavöll Chievo í Verona AFP Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku. Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. Grant Wahl hefur farið á fjölda leikja á Ítalíu í gegn um árin sem blaðamaður Sports Illustrated, en segist í pistli sínum aldrei hafa upplifað annað eins og í gær. Hann hitti líka stuðningsmenn beggja liða fyrir utan leikvanginn í Verona sem er einn margra valla sem lokaðir hafa verið fyrir áhorfendum eftir harmleikinn um daginn þegar lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur. "Ég hef fylgst með leikjum í amerísku atvinnudeildinni þar sem aðeins um 9.000 áhorfendur mættu á völlinn, en að sjá stjörnur á borð við Figo, Patrick Vieira, Hernan Crespo, Adriano og Marco Materazzi spila fyrir luktum dyrum var mjög sérstakt," sagði Wahl í pistli sínum. "Maður heyrði greinilega klapp í lófum leikmanna þegar þeir tókust í hendur fyrir leikinn og maður heyrði dynkinn þegar Adriano skaut boltanum í stöng og inn og skoraði fyrir Inter. Þetta var eins og að vera á U2 tónleikum með 10 áhorfendum. Þetta var súrrealísk upplifun, en um leið tómleg. Það vantaði alla sál í leikinn," skrifaði Wahl, en ef vel var hlustað mátti heyra baráttusöngva stuðningsmanna fyrir utan leikvanginn. Hann ræddi líka við bitra stuðningsmenn Chievo fyrir utan völlinn, en þeir þurfa nú að líða fyrir voðaverk nokkurra vitleysinga og fá ekki að mæta á leiki liðs síns í deildinni - þrátt fyrir að hafa verið kjörnir prúðustu stuðningsmennirnir á Ítalíu hvorki meira né minna en fimm ár í röð. "Við erum gríðarlega vonsvikin," sagði 19 ára gamall stuðningsmaður Chievo. "Við höfum verið prúðustu stuðningsmennirnir í ítalska boltanum í mörg ár og þetta bann kemur verst niður á þeim sem best hafa hagað sér," sagði hann, en í hópi stuðningsmanna Chievo mátti einnig sjá gamlan mann sem bar trefil um mittið sem á stóð "FORZA CHIEVO" Stuðningsmenn Inter voru jafn vonsviknir en létu bannið ekki hafa áhrif á sig þegar þeir ferðuðust nokkra klukkutíma til að fylgja liði sínu á útivöll - þó þeir fengju ekki einu sinni að reka nefið inn á völlinn. "Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif á mitt líf, því er ekki að neita. Við eigum útileik gegn Palermo á Sikiley um næstu helgi, en ég ætla að mæta hvort sem ég fæ að fara inn á leikinn eða ekki," sagði einn gallharður stuðningsmaður Inter. Ástandið í ítalska fótboltanum er því vægast sagt skelfilegt og mikið má vera ef deildin nær aftur að rífa sig upp úr lægð óeirða og spillingarmála og vinna aftur sinn sess sem ein besta deildarkeppni í heiminum með þeim spænsku, ensku og þýsku.
Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira