Enn og aftur kom sá og sigraði Ryan Villopoto í Houston. Ekkert lát virðist vera á því að Kawasaki/Monster ökumaðurinn Ryan Villopoto hætti að vinna í minni flokknum og virðist enginn geta tekið fram úr undrabarninu.
Jason Lawrance náði þó öðru sætinu og þar á eftir virðist sem Honda ökumaðurinn Josh Grant vera allur að koma til eftir meiðsli,en hann náði þriðja sætinu.
Staðan eftir sex umferðir er þá þessi:
- Ryan Villopoto (147/5 sigra)
- Jason Lawrence (113)
- Jake Weimer (89)
- Josh Grant (84)
- Chris Gosselaar (77)