Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna 13. febrúar 2007 19:45 Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði. Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira