Evrópuþingið fordæmir fangaflugið 14. febrúar 2007 18:30 Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur í rúmt ár unnið að rannsókn á ásökunum um flutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA á grunuðum hermdarverkamönnum og illa meðferð á þeim í fangelsum sínum. Óhætt er að segja að hún hafi komist að afdráttarlausri niðurstöðu: Á árunum 2001-2005 voru farnar rúmlega eitt þúsund slíkar fangaflugsferðir um evrópska lofthelgi. Um leynifangelsin svonefndu segir í skýrslunni að vel geti verið að þau hafi verið rekin í herstöðvum í Evrópu, en engar óyggjandi sönnur eru þó færðar á það. Þá eru ríkisstjórnir landa á borð við Ítalíu, Þýskalands og Bretlands gagnrýndar harðlega fyrir að hafa heimilað slíka flutninga og þær jafnframt átaldar fyrir skort á samvinnu við rannsókn málsins. Miklar deilur spunnust um málið á þinginu í morgun þar sem hægrimönnum þótti orðalag skýrslunnar allt of sterkt án þess að fullgildar sannanir lægju að baki ásökununum sem þar koma fram. Þrátt fyrir að orðalagi skýrslunnar hafi verið breytt lítillega náðust litlar sættir og því var skýrslan samþykkt með aðeins 74 atkvæða mun, 382 greiddu atkvæði með henni en 256 á móti. Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur í rúmt ár unnið að rannsókn á ásökunum um flutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA á grunuðum hermdarverkamönnum og illa meðferð á þeim í fangelsum sínum. Óhætt er að segja að hún hafi komist að afdráttarlausri niðurstöðu: Á árunum 2001-2005 voru farnar rúmlega eitt þúsund slíkar fangaflugsferðir um evrópska lofthelgi. Um leynifangelsin svonefndu segir í skýrslunni að vel geti verið að þau hafi verið rekin í herstöðvum í Evrópu, en engar óyggjandi sönnur eru þó færðar á það. Þá eru ríkisstjórnir landa á borð við Ítalíu, Þýskalands og Bretlands gagnrýndar harðlega fyrir að hafa heimilað slíka flutninga og þær jafnframt átaldar fyrir skort á samvinnu við rannsókn málsins. Miklar deilur spunnust um málið á þinginu í morgun þar sem hægrimönnum þótti orðalag skýrslunnar allt of sterkt án þess að fullgildar sannanir lægju að baki ásökununum sem þar koma fram. Þrátt fyrir að orðalagi skýrslunnar hafi verið breytt lítillega náðust litlar sættir og því var skýrslan samþykkt með aðeins 74 atkvæða mun, 382 greiddu atkvæði með henni en 256 á móti.
Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira