Erlent

Íranar vilja viðræður

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað.

„Þeir segja við okkur 'komið og ræðið um kjarnorkumál ykkar' en skilyrðið er að þið hættið henni," sagði Ahmadinejad í ræðu sem var sjónvarpað í ríkissjónvarpi Írana í morgun. Aðeins einn dagur er þangað til sá frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til þess að hætta auðgun úrans rennur út. „Við höfum sagt að við viljum viðræður en viðræður á jafnréttisgrundvelli." sagði Ahmadinejad að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×