Erlent

Blair brýnir Abbas

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna mun í dag eiga fund með Tony Blair, í Lundúnum, þar sem breski forsætisráðherrann mun leggja áherslu á að hin nýmyndaða þjóðstjórn Palestínumanna verði að fara að kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna Ísraelsríki og láta af ofbeldisverkum. Abbas er á ferð um Evrópu til þess að afla stjórninni fylgis.

Menn eru nokkuð sammála um að þjóðstjórnin, sem samkomulag náðist um í Mekka, sé besta leiðin til þess að koma í veg fyrir borgarastríð milli Palestínumanna. Miðausturlanda-kvartettinn vill hinsvegar sjá hver stefna hennar verður, áður en henni er veitt viðurkenning. Í kvartettinum eru Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×