Heimkvaðning hermanna undirbúin 21. febrúar 2007 12:00 Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis. Samkvæmt heimildum breskra miðla byggir áætlun Blairs á því að kalla heim 1.600 hermenn á næstu vikum en nú eru 7.100 breskir hermenn í Írak. Áætlað er að þeir sem eftir verði hafi allir bækistöðvar í Basra, annist eftirlit þar og gæti landamæranna að Íran. Búist er við því að um 3.000 hermenn hafi snúið heim fyrir lok ársins, versni ástandið í landinu ekki. Þingmenn úr öllum flokkum í Bretlandi fagna ákvörðun Blairs en vilja að forsætisráðherrann ákveði hvenær allir hermenn verði komnir heim. Forsætisráðherrann segir það vandasamt og geta orðið vatn á myllu uppreisnarmanna sem skipuleggi aðgerðir sínar í kringum þá dagsetningu. Blair sagði fyrir nokkrum dögum að breski herinn hefði lokið við að þjálfa íraskar hersveitir í Basra og þess vegna gætu þær nú tekið við öryggisgæslu á svæðinu og breski herinn snúið heim. Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynni í dag að Danir fari að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Búist er við yfirlýsingu frá forsætisráðherranum og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi síðar í dag. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær. Um 470 danskir hermenn eru í Írak, þar sem þeir eru hluti af breskri herdeild. Fimm danskir hermenn hafa fallið í landinu. Um leið og heimkvaðning er undirbúin hjá Bretum og Dönum eru Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínum um rúmlega 21.000 hermenn. Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta koma til með að nota þessar tilkynningar í dag til að gagnrýna þá fjölgun. Erlent Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis. Samkvæmt heimildum breskra miðla byggir áætlun Blairs á því að kalla heim 1.600 hermenn á næstu vikum en nú eru 7.100 breskir hermenn í Írak. Áætlað er að þeir sem eftir verði hafi allir bækistöðvar í Basra, annist eftirlit þar og gæti landamæranna að Íran. Búist er við því að um 3.000 hermenn hafi snúið heim fyrir lok ársins, versni ástandið í landinu ekki. Þingmenn úr öllum flokkum í Bretlandi fagna ákvörðun Blairs en vilja að forsætisráðherrann ákveði hvenær allir hermenn verði komnir heim. Forsætisráðherrann segir það vandasamt og geta orðið vatn á myllu uppreisnarmanna sem skipuleggi aðgerðir sínar í kringum þá dagsetningu. Blair sagði fyrir nokkrum dögum að breski herinn hefði lokið við að þjálfa íraskar hersveitir í Basra og þess vegna gætu þær nú tekið við öryggisgæslu á svæðinu og breski herinn snúið heim. Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynni í dag að Danir fari að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Búist er við yfirlýsingu frá forsætisráðherranum og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi síðar í dag. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær. Um 470 danskir hermenn eru í Írak, þar sem þeir eru hluti af breskri herdeild. Fimm danskir hermenn hafa fallið í landinu. Um leið og heimkvaðning er undirbúin hjá Bretum og Dönum eru Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínum um rúmlega 21.000 hermenn. Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta koma til með að nota þessar tilkynningar í dag til að gagnrýna þá fjölgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira