Erlent

Flugher Írans engin fyrirstaða

Smellið á kortið til þess að stækka það.
Smellið á kortið til þess að stækka það.

Bandaríska blaðið The New York Times skýrði frá því að það hefði komist yfir leynilegar áætlanir um árás Bandaríkjanna á Íran, að uppfylltum vissum forsendum. Stjórnvöld hafa marglýst því yfir að engin slík árás sé í undirbúningi, en hafa ekki viljað útiloka að gripið verði til vopna, ef allt annað þrýtur.

Bandaríkin hafa nú þrjú flugmóðurskip á Persaflóa og auk þess sprengjuþotur og orrustuþotur á mörgum flugvöllum í Írak. Yfirburðir Bandaríkjamanna í lofti eru algerir, þannig að Íranski flugherinn yrði þeim engin fyrirstaða. Íranar eiga talsvert af loftvarnaeldflaugum og loftvarnabyssum, sem gætu valdið einhverju tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×