Erlent

Við erum tilbúnir

Barist í Bagdad.
Barist í Bagdad. MYND/AP

Íraska ríkisstjórnin segir að öryggissveitir hennar séu tilbúnar til þess að taka við löggæslu í suðurhluta landsins, þegar Bretar fækka um sextán hundruð manns í herliði sínu þar. Stjórnin segir þó að áfram verði þörf fyrir aðstoð þeirra bresku hermanna sem þar verða eftir. Það verða um 5500 hermenn, sem munu leggja mesta áherslu á að þjálfa írösku sveitirnar.

Bandaríkjamenn leggja að vísu einnig mikla áherslu á að þjálfa íraskar hersveitir, en eru engu að síður að fjölga um rúmlega 20 þúsund manns í sínu liði. Þess ber að gæta í því sambandi að suðurhluti landsins, þar sem Bretar hafa verið er sýnu rólegri en Bagdad og nágrenni, sem bandarísku hermennirnir hafa á sinni könnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×