Erlent

Efnasprengjur í Írak

Efnasprengjur hafa nú bæst við það sem íbúar Bagdad þurfa að óttast.
Efnasprengjur hafa nú bæst við það sem íbúar Bagdad þurfa að óttast. MYND/AP

Yfirvöld í Írak hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamenn hafa gert tvær árásir með efna-sprengjum á síðustu tveim dögum. Á þriðjudag fórust fimm í slíkri árás og um 140 særðust eða veiktust af eitrun. Sprengjurnar eru heimatilbúnar og í þeim er klórgas.

Á miðvikudag fórust sex og 73 særðust eða urðu fyrir eitrun. Sjónarvottur sagði að fólk hefði verið við sína venjulegu vinnu þegar það hafi heyrt sprengingu og séð gular gufur hafi lagt um nágrennið. "Það voru allir að kafna," sagði þessi maður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×