Erlent

Stóri bróðir kátur

Þetta er bannað.
Þetta er bannað.

Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri.

Bannið verður sett á í áföngum. Frá byrjun apríl verða bannaðar auglýsingar sem beint er að börnum á aldrinum fjögurra til níu ára. Og frá fyrsta janúar á næsta ári nær bannið til auglýsinga sem beint er að börnum upp að 15 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×